fbpx Skip to main content

Stöðugar mjaðmir
er grundvöllur jafnvægis í líkamanum!

Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liða með hreyfiflæði, bandvefsnuddi og Yin djúpteygjum.
Með losun trigger-punkta losum við um tog eða spennu í bandvef.
Í bandvefnum er mikið af skyntaugum og geta því vandamál í bandvef valdið verkjum. Ef bandvefur er stífur í lengri tíma getur það orðið til þess að liðamót aflagast og starfsgetan breytist eða skerðist.

Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.

Með því tvinna saman hreyfiflæði/jóga og bandvefsnuddi er hægt að auka hreyfifærni og bæta líðan í líkamanum.

– Hreyfiteygjur og jóga sem einblína á teygjur fyrir aftanvert læri, mjóbak, axlir og opnun mjaðmaliðs.
– Sérstaka bolta til að losa um trigger punkta, losa um spennu í bandvef og halda góðri vökvaframleiðslu.
– Rétta öndun til að bæta súrefnisupptöku og minnkar álag á öndunarfæri.
– Slökun til að róa líkama og sál.
– minni spenna í vöðvum.
-betri líkamsstaða.
-flýtir endurheimt.
-meiri snerpa.
-liðugari hné-, mjaðma- og hryggjaliðir.
-sterkara bak og þar af leiðandi minni líkur á bakmeiðslum.
-minnkar harðsperrur.
-er ekki síst fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og af krafti.