fbpx Skip to main content

BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI 

KENNARANÁMSKEIÐ

HELGINA 23. – 24. NÓVEMBER

Verð 79.000kr

BANDVEFSNUDD, HREYFIFÆRNI OG TAUGAKERFIÐ

SKRÁNING


    Námskeið 79.000kr


    MillifærsluGreiðslukorti

    BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI KENNARANÁMSKEIÐ, tveir námskeiðsdagar sem innihalda anatómíu, einstaka fræðslu um vefjakerfi líkamans og boltanudd. Námskeiðið mun dýpka til muna þína kunnáttu um bandvefinn, hans mikilvæga hlutverk og hvernig við notum nuddbolta til að losa um spennu í bandvef, auka vökvaflæði, teygjanleika og taugavirkni!

    Laugardag 23. NÓVEMBER 9:00 – 17:00
    Sunnudag 24. NÓVEMBER  9:00 – 17:00

    Þessi helgi verður bæði fræðandi og skemmtileg . Förum bæði í bóklega og verklegar lotur, vinnum saman í hóp og skemmtum okkur að fræðast um ótrúlega fyrirbærið bandvefinn eða vefjakerfi líkamans. Förum einnig í tenginguna við taugakerfið og öndun.

    Þessi einstaka aðferðin linar verki, eykur líkamsstöðu, eykur frammistöðu og hjálpar okkur að  lifa betur í eigin líkama!

    Dagur 1:
    Nemendur læra að hlusta á líkamann. Fræðsla um vefjakerfi líkamans. Fræðsla um anatómíu, þ.e. hvernig allt tengist en á sama tíma er aðskilið með fasciu. Fræðsla um sársauka, þ.e. hvernig taugakerfið virkar.
    Tegundir bolta. Yfirferð yfir það hvernig fjórar mismunandi stærðir og mýkt á boltum geta haft ólík áhrif á bandvefinn og nærliggjandi svæði.  Nemendur fá þjálfun í sjö mismunandi boltanuddsaðferðum til að losa um spennu í líkamanum og róa niður taugakerfið.

    Dagur 2: 
    Áframhaldandi fræðsla um anatómíu og virkni taugakerfisins, þ.á.m. ítarleg umfjöllun um Vagustaugina. Áhrif á sogæðakerfið og helstu grunnkerfi líkamans.  Yfirferð yfir kennsluaðferðir með blöðrubolta til að nudda svæði sem flökkutaugin teygir anga sína út í.
    Yfirferð yfir kennslutækni og tungumál/málanotkun sem henta mismunandi hópum iðkenda og uppbyggingu tíma með ólíkum áherslum.
    Nemendur fá þjálfun í aðferðum sem auka hreyfi- og stöðuskyn/proprioception iðkenda. Fræðsla um innriskynjun/interoception sem tengir iðkendur við ósjálfráðataugakerfið/ANS. Farið verður sérstaklega í notkun nuddbolta til að losa um spennu í vefjakerfi líkamans, trigger-punkta,  og samgróninga ásamt því að auka virkni sogæðakerfis og róa taugakerfið.

    Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist tækni til að tileinka sér kennsluefnið og miðla þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt.
    Fyrir hádegi báða daga er kennsla í formi fyrirlesturs og eftir hádegi í formi verkefna.

    INNIFALIÐ Í VERÐI:
    Allir Roll Model® Therapy Boltarnir (1 pair each of original Yoga Tune Up® Balls, Therapy Ball Plus, 1 ALPHA, and 1 Coregeous® Ball)
    Aðgangur að kennslumyndböndum eftir námskeið! Fundur með kennara til að koma sér af stað.

    CEC credits are available with the following professional organizations: AFAA, NASM. ACSM, IAYT

    EFTIR NÁMSKEIÐIÐ
    Fá nemendur skírteini fyrir báða dagana sem staðfestir að hann hafi lært og ástundað það sem felst í náminu.

    EFTIR NÁMSKEIÐIÐ:
    Ef áhugir er að öðlast alþjóðleg kennararéttindi sem Roll Model Method® Practitioner þarf að klára próf hjá Tune Up® Fitness.

    INNIFALIÐ Í VERÐI:
    Allir Roll Model® Therapy Boltar (1 par af original Yoga Tune Up® Boltum, Plús boltum, 1 ALPHA bolti, og  1 blöðrubolt/Coregeous® Ball) og aðgangur að kennslumyndböndum, eftir námskeið!

    Til að verða Roll Model Method Practitioner: https://www.tuneupfitness.com/therollmodel/become-a-practitioner

    KENNARI

    Sigrún Haraldsdóttir – IAK einknaþjálfari, Jógakennari, Tune Up Fitness® Certified og Polivagal Certificate námsmaður.
    2024 Polyvagal Certificate, Polyvagal Institute
    2024 Ying og Yang Myofascia Training
    2023 Tung Mojo,  Stop Chasing Pain
    2021 Anatomy Trains in Structure and Function, Anatomy Trains, Tom Myers
    2021 Body Reading 101 og 102,  Anatomy Trains, Tom Myers
    2021 Glymphatic Mojo,  Stop Chasing Pain
    2021 Vagus Nerve Mojo, Stop Chasing Pain
    2021 Lymphatic Mojo, Stop Chasing Pain
    2020 Yoga TuneUp®, Breathe & Bliss Immersion
    2020 Yoga Tune Up® Teacher Training
    2019 Yin Yoga Kennaranám
    2019 Rolling Along the Anatomy Trains, Anatomy Trains & Tune Up Fitenss®
    2019 Certified Roll Model®Method Practitioner
    2019 The Roll Model® Method Correspondence Course
    2017 The Roll Model® Method,Ball Sequencing & Innovation
    2017 The Roll Model® Method, The Science of Rolling
    2017 Yoga TuneUp®, Shoulder Immersion
    2017 Yoga TuneUp®, Hips Immersion
    2014 Jóga fyrir börn, námskeið á vegum JKFÍ, kennari Eva Þorgeirsdóttir
    2013 Training For Warriors level 1 hjá Martin Rooney
    2013 Hraðaþjálfun hjá Martin Rooney
    2011 Jógakennari febrúar 2012 frá Amarayoga (Ásta María Þórarinsdóttir). CYT 200
    2010 ÍAK einkaþjálfari