fbpx Skip to main content

Skilmálar Happy Hips

vörur, námskeið og skráning.

Kaup á námskeiði og vöru hjá Happy Hips ehf. er háð eftirfarandi skilmálum. Kaupendur eru hvattir til þess að skoða skilmálana vandlega áður en þeir leggja inn greiðslu.

Með því að greiða fyrir Happy Hips ehf. einkatíma eða á námskeið ert þú að ábyrgjast að þú sért lögráða (eða hefur leyfi foreldra til þess að kaupa þetta æfingaplan) og ert að samþykkja þessa skilmála.

Höfundaréttur

Happy Hips ehf. er höfundur af öllu efni sem fram kemur á námskeiði (uppsetningu, leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir), einkatíma (uppsetningu, leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir). Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem Happy Hips ehf. einkatími og námskeið hefur að geyma. Hvert æfingaplan, pláss í einkatíma og pláss á námskeið  er ætlað sölu til einstaklinga. Það er aðeins ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án skriflegs leyfis í tölvupósti frá Happy Hips ehf.: sigrun@happyhips.is

Greiðslur og sendingarmáti

Skráning á námskeið, skáning í einkatíma og vörur eru greidd í ISK. Verð getur breyst án fyrirvara. Allar greiðslur berast Happy Hips (Sigjó heilsa ehf. Kt. 4904130490) og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu Borgun. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.borgun.is. Þegar greiðsla hefur borist fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá Borgun og Happy Hips. Ef vara er keypt er hægt að fá hana senda á næsta pósthús eða með heimsending í gegnum þjónustu Póstsins. Afgreiðsla sendinga þegar sótt er á næsta pósthús er um 4-5 virka daga og um 2-3 virka daga þegar um heimsendingu er að ræða.  Viðskiptavinir ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.
Nánari upplýsingar má finna inn á www.postur.is (pakki pósthús eða pakki heim).

Skilaréttur og endurgreiðsla

Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Afskráning þarf þó alltaf að berast a.m.k. 28 dögum áður en námskeið hefst. Tilkynna skal um forföll með tölvupósti á netafangið sigrun@happyhips.is . Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, gefið að varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var keypt. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað.
Til þess að óska eftir endurgreiðslu skal senda tölvupóst á sigrun@happyhips.is með nafn, kennitölu og ástæðu fyrir skilum.

 

Iðkandi samþykkir að greiða að fullu gjald vegna námskeiðsins sem hann skráir sig á. Ef iðkandi hefur ekki nýtt námskeið/tíma er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu.

Vöruverð

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatt.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Happy Hips á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Annað

Með því að skrá þig á póstlista Happy Hips samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í emailinu eða senda tölvupóst sigrun@happyhips.is.

Happy Hips áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.