
STAKIR TÍMAR Í APRÍL
BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI!
-Ljúfar 60 mínútur að endurstilla líkamann.
-Byrjum á góðu hreyfiflæði til að liðka og kveikja á líkamanum.
-Endurnærandi bandvefsnudd til að losa um spennu og auka vökvaflæði!
-Nudd til að virkja sogæðakerfið og róa taugakerfið!
-Slökun í lokin.
Aukin orka, jafnvægi og betri líðan.
Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.
Slökun í lok tímans gefur vöðvum, bandvef og huga tækfæri til að slaka mjög djúpt á og líkamanum að opnast og endurnærast.
Hvar: Kirkjulundur 19
Verð 2,800 kr tíminn!