POP UP Streitustjórnun 04. október

Innsýn inn í námskeiðið Streitustjórnun!

Ljúfar 90 mínútur að endurstilla líkamann!
Við vinnum í að virkja betur VAGUS NERVE/FLÖKKUTAUGINA með blöðrubolta og vinna með djúpöndun.
Förum í endurnærandi slökun í lokin.
Í þessum tíma rúllum við helstu streitupunkta líkamans. Áhersla er að losa um spennu sem oft stelur frá okkur orku. Með því að rúlla og þrýsta á þessi spennusvæði koma fram jákvæð áhrif á orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfið og uppskeran er slökun og jafnvægi.
Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru.
Slökun í lok tímans gefur vöðvum, bandvef og huga tækfæri til að slaka mjög djúpt á og líkamanum að opnast og endurnærast.

Hvar: Kirkjulundur 19
Hvenær: SUNNUDAG 04. október
Verð  3.000kr

SKRÁNING


Pop Up 3000


MillifærsluGreiðslukortiKlippikort