Einstaklingsmiðuð kennsla

EINKATÍMAR

Einkatímarnir eru fyrir einn til tvo aðila í einu sem vilja fá einstaklingsmiðaða kennslu í bandvefsnuddi, hreyfiflæði, opna á sogæðaflæði og/eða taugakerfið til að auka endurheimt og hreyfifærni.

Í fyrsta tíma er farið yfir sjúkrasögu og skoðun/hreyfipróf tekin. Út frá því viðtali er sérsniðin endurhæfingaráætlun byggð á þörfum og markmiðum hvers og eins skjólstæðings.
Meðferðin samanstendur í stórum dráttum af mjúkvefjalosun með boltum, hreyfiflæði, sogæðameðferð og öndunaræfingum.

Eftir tímann/ana færðu aðgang að myndböndum og fræðslu til að vinna heimavinnu!
Einnig eru í boði FJAReinkatímar í gegnum Zoom!

MEÐFERÐIR: Sogæðameðferðir og Vagus/Flökkutaug (sjá lýsingu í Noona).

Sjá tíma í boði og verð hér NOONA

TÍMAR OG VERÐ
Endurheimt og hreyfifærni

HÓPTÍMAR

VANTAR ÞIG ÞETTA LITLA AUKA SEM KEMUR ÞÉR Á TOPPINN?
FINNUR ÞÚ FYRIR VERKJUM SEM ERU AÐ DRAGA ÚR FRAMMISTÖÐU?
VILTU LÆRA GÓÐA AÐFERÐ TIL AÐ FLÝTA FYRIR ENDURHEIMT OG NÁ TOPP ÁRANGIR?

Með því að rúlla með nuddboltum álagssvæði nærð þú að:
Flýta fyrir enduruppbyggingu vöðva, skola út
úrgangsefnum, endurnýja orkubirgðir og minnka vöðvakrampa.

Skrá hóp
– Alla þá sem vilja bæta frammistöðu
– Alla þá sem stunda boltaíþróttir
– Hlaupara, hjólaíþróttafólk og sundfólk – „þríþrautafólk“
– Bardagaíþróttafólk
– Crossfittara
– Fimleikafólk
Alla þá sem stunda reglulega hreyfingu og vilja bæta árangur!!

– Hvernig rúllað er fyrir átök/æfingu/leik til að auka hreyfifærni
– Hvernig rúllað er á eftir til að ná topp endurheimt
– Hvernig get ég nýtt hvíldardag best til að auka frammistöðu
– Læra að hlusta á líkamann
– Læra rétta öndun