Við fengum Sigrúnu í Happy hips til að koma og vera með tvo tíma fyrir hluta af æfingahópnum okkar. Hún kenndi okkur mjög góðar leiðir til að ná að losa um stífa vöðva og liði með boltum. Sigrún er þægilegur kennari, kann greinilega sitt fag og aðferðirnar sem hún kennir eru aðgengilegar, þannig að auðvelt verður fyrir okkur að nota þær sjálf eftir þessa tíma. Hópurinn var virkilega ánægður og við hlökkum til að fá Sigrúnu aftur til að kenna okkur meira. Fullt hús stiga!

Valar MörkKettlebells Iceland/Hóptími

Ástarjátning móður, jogakennara og sjúkraþjálfara. Eftir 3 meðgöngur fann ég að miðjan mín var ekki alveg í topp standi, stirðleiki og mikil vöðvaspenna í öllum vöðvum sem tengjast í mjaðmagrindina. Var búin að prófa allskonar en aldrei fékk ég þessa "jjeesss" tilfinningu fyrr en ég fór á Happy Hips. Þessi blanda af jogaæfingum, teygjum og bolta/foamnuddi er frábært kombó. Er að reyna halda þessu við en finn að ég þarf að fara koma aftur.

Rakel Dögg SigurgeirsdóttirSjúkraþjálfari og jógakennari

Ég skráði mig á námskeiðið happy hips í von um að það myndi hjálpa mér að losa um stífni sem var farin að leiða mikið niður í hné. Ég þorði þó ekki að binda miklar vonir við það þar sem þetta var orðið mjög krónískt ástand hjá mér. Nú þegar námskeiðinu er að ljúka er ég nánast 100% verkjalaus almennt yfir daginn og hætt í sjúkraþjálfun í bili. Trúi þessu varla!

Guðrún Halla Guðnadóttir25 ára þjálfari og masters nemi í sjúkraþjálfun

Þetta var algjör snilld, langt síðan ég hef hreyft mig jafn vel í glímunni, tók þetta aftur í morgun.

Bjarki Þór PálssonEvrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu.

Happy Hips námskeiðið er líklegast að kenna mér að slaka á líkamanum í fyrsta skiptið á ævinni. Að liggja og rúlla á boltum er svo vont en samt svo gott og hjálpar mér að ná spennu úr líkamunum.

Aðalsteinn GuðjónssonTók tvö námskeið

Við fengum Sigrúnu í Happy hips til að koma með fyrirtækjarúll í vinnuna hjá mér og í kjölfarið skráði ég mig á námskeið. Ég er nú að ljúka öðru 4 vikna námskeiði og langar ekki að hætta! Ég er viðkvæm í baki og lítið þarf til að ég festist öll og svo er ég eins og margir aðrir gjörn á að fá vöðvabólgu í herðarnar. Í verkefnaskilastressi hins týpíska háskólanema í desember var því dásamlegt að mæta á námskeiðið, rúlla alla spennu burt og líða mjúk og slök inn í aðventuna. Það er svo ekki síður notalegt í janúarmyrkrinu og kuldanum að mæta í tíma og rúlla úr sér kuldahrollinn og spennuna. Ég fékk í bakið um daginn og var ekki viss um að ég gæti tekið þátt í tímanum, en komst fljótt að því að rúllið svínvirkar á bakið og náði að rúlla verkinn og stífleikann burt á örskömmum tíma.
Sigrún er þægilegur og skemmtilegur kennari. Hún fylgist vel með þátttakendum á námskeiðunum og passar upp á hvern og einn. Ég hlakka alltaf til að mæta í tíma!

Dóra Margrét SigurðardóttirAðstoðarskólastjóri og mastersnemi