ER STREITA/STRESS/ÁLAG AÐ HAFA ÁHRIF Á ÞÍNA HEILSU?
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vijla vinna sig úr vítahring streitunnar, bæta líkamlega og andlega heilsu og vinna í endurheimt.
Á þessu námskeiði rúllum við helstu streitupunkta líkamans. Áhersla er að losa um spennu sem oft stelur frá okkur orku. Með því að rúlla og þrýsta á þessi spennusvæði koma fram jákvæð áhrif á orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfið og uppskeran er slökun og jafnvægi.
YIN DJÚPTEYGJUR
Rólegt jóga þar sem haldið er djúpum teygjum sitjandi eða liggjandi í um 3-5 mín. Með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Við eflum orkuflæði líkamans og nærum djúpvefi, bein og liðamót. Yin yoga róar hugann og eikur líkamvitund. Við förum svo enn dýpra með að nudda svæðin með boltum.