fbpx Skip to main content

Vagustaugin og Gong Tónheilun
Streitulosandi og endurnærandi

Næsti tími 19. JANÚAR 2025

 

Fullt er í tímann 5. janúar en hægt að skrá sig á biðlista sigrun@happyhips.is

Hvar: Kirkjulundur 19
Verð: 4.000 kr

Ljúfar 2 klukkustundir þar sem við núllstillum líkamann fyrir hátíðirnar.
Mjúkt hreyfiflæði og endurnærandi bandvefsnudd fyrir svæði Vagustaugar til þess að róa taugakerfið.
Djúpslökun með tónum gongins til þess að róa hugann og hreyfa við tíðni líkamans.

Að eiga samtal við líkamann í næði, þar sem hann kemur með svörin.

Við vinkonurnar, Áshildur og Sigrún, sameinum hér krafta okkar í einstakri samveru á aðventu.
Við nálgumst okkur út frá taugakerfi og tilfinningum, en Sigrún nýtir þar kunnáttu sína og reynslu af vinnu með taugakerfið og líkamann, og Áshildur sína þekkingu af vinnu með tilfinningar og huga.

Við gerum æfingar, svörum ákveðnum spurningum og förum að lokum inn í slökun með hljóðbylgjum til að hreyfa við tíðni líkamans, og mögulega staðnaðri orku á þessum sviðum.

Með því að virkja Vagustaugina styrkjum við taugakerfið og það skapast jafnvægi í orkubúskap líkamans og meðvitund okkar um líkamann eykst, sjálfsvitund eflist og styrkist. Notum mjúka bolta og hreyfingar með djúpöndun til þess að nudda svæði Vagustaugar

Gongið er vel til þess fallið að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum, að heila og fínstilla sig sjálfan eins og hann var hannaður til. Gongið er mjög gott og áhrifaríkt verkfæri að nýta í hugleiðslu því það hjálpar huganum að hægja á sér og ná fram dýrmætri hvíld og slökun.

Engrar kunnáttu eða undirbúnings er krafist, aðeins að mæta með opnum huga og áhuga á því að ná fram betri tengingu við eigin líkamskerfi í gegnum æfingar og slökun.

Dýnur og teppi til staðar.
Við mælum þó með að þú takir með þér púða undir höfuð og hnésbætur, og jafnvel auka teppi.

Áshildur er kennari, markþjálfi, með diplómu í jákvæðri sálfræði og einnig IAM yoga nidra leiðbeinandi.
Sigrún hefur sérhæft sig í vinnu með bandvef/vefjakerfi líkamans og taugakerfi, einkaþjálfari, jógakennari og fjölmiðlafræðingur,
.
Aukin orka, betri melting, aukin tenging við sjálfið og betri líðan um hátíðirnar.
– Bætt líkamsvitund
– Linar sársauka
– Minni vöðvaspenna
– Betri líkamsstaða
– Bætt frammistaða
– Minnkar stress og streitu

Þú skráir þig hér í tímann 19. janúar!


    4.000kr


    MillifærsluGreiðslukortiKlippikorti