NÝTT TÍMABIL HEFST 13. JANÚAR
Roll – Release – Restore
Vertu besta útgáfan af sjálfri/um þér !
Ekki gleyma að líkaminn þarf hvíld, tíma til að endurnærast og byggja sig upp svo ÞÚ getir náð topp árangri.
Fascia/bandvefurinn er vefur sem hjúpar ekki aðeins vöðva og líffæri heldur einnig taugar, æðar, bein, sinar, liðpoka og liðbönd. Hann bæði tengir saman allan líkamann og aðskilur með hlaupkenndu grunnefni sem virkar eins og smurning á milli vefjalaga sem nuddast saman t.d. undir húð, kringum sinar og taugar og milli hinna ýmsu himna.
Bandvefurinn er með mjög þétt taugakerfi sem er eitt stærsta skynfæri líkamans.
Bandvefurinn er með mjög þétt taugakerfi sem er eitt stærsta skynfæri líkamans.
Spenna eða þurrkur í bandvef getur því skapað þrengra rými fyrir vöðva, líffæri og taugar til að starfa sem best- minni hreyfigeta (sliding) og/eða skerðir skilaboð.
Bandvefsnudd – með því að rúlla líkamann eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand. Við örvum vökvaflæði um vefjakerfin, örvum sogæðakerfið og taugakerfið. Komum jafnvægi á starfsemi helstu líkamskerfa. Eykur líkamsvitund til muna!
Við eflum orkuflæði líkamans og nærum taugakerfið, sogæðakerfið, djúpvefi, líffæri, bein og liðamót.
Við eflum orkuflæði líkamans og nærum taugakerfið, sogæðakerfið, djúpvefi, líffæri, bein og liðamót.
Hreyfiflæði – blanda af jóga og mobility æfingum til að hita upp líkamann, opna á helstu liði og mýkja líkamann.
Djúpteygjur – með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Djúpteygjur róar hugann og eikur líkamvitund.
Dásamleg endurheimt fyrir líkamann – taugakerfið, sogæðakerfið og stoðkerfið!
– Bætt líkamsvitund
– Linar sársauka
– Linar sársauka
– Minni vöðvaspenna
– Betri líkamsstaða
– Bætt frammistaða
– Minnkar stress og streitu