fbpx Skip to main content

Einkatímarnir eru fyrir einn til tvo aðila í einu sem vilja fá einstaklingsmiðaða kennslu í bandvefsnuddi, hreyfiflæði, opna á sogæðaflæði og/eða taugakerfið til að auka endurheimt og hreyfifærni.

Í fyrsta tíma er farið yfir sjúkrasögu og skoðun/hreyfipróf tekin. Út frá því viðtali er sérsniðin endurhæfingaráætlun byggð á þörfum og markmiðum hvers og eins skjólstæðings.
Meðferðin samanstendur í stórum dráttum af mjúkvefjalosun með boltum, hreyfiflæði, sogæðameðferð og öndunaræfingum.

Eftir tímann/ana færðu aðgang að myndböndum og fræðslu til að vinna heimavinnu!
Einnig eru í boði FJAReinkatímar í gegnum Zoom!

Stakur tími 12.900kr
3 tímar 9.900kr tíminn.

Einkatími
Sending