Yoga Tune Up® er öflugt meðferðarform!

Yoga Tune Up® er öflugt meðferðarform sem er byggt upp í kringum þrjú P
– Pain
– Posture
– Performance
Það hjálpar til við að lina sársauka, bæta líkamsstöðu og bæta frammistöðu með einstakri blöndu af leiðréttingaræfingum, sjálfsnuddi og hreyfiflæði.

Tími fyrir þig sem hefur áhuga á forvörN eða þarft endurhæfingu.

Yoga Tune Up® er tími fyrir þann sem hefur áhuga að vinna í forvörn/prehab og koma í veg fyrir meiðsli. Við vinnum með statískar og dýnamískar æfingar til að bæta styrk og hreyfanleika í mismunandi líkamssvæðum. Vinnum með leiðréttingaræfingar til að finna réttan hreyfiferil. Notum YTU nuddbolta til að nudda og mýkja vöðva og bandvef, örva taugakerfið og örva líkamsvitund. Yoga Tune Up® er góð viðbót við annars konar þjálfun og hefðbundna jógatíma vegna þess að YTU er  „movement skills practice“!

 

Ef þú þarft endurhæfingu/rehab eru tímarnir tilvaldir þar sem farið er rólega í allar leiðréttingaræfinga, þú lærir að beita líkamanum rétt og auka líkamsvitund!

SKRÁNING

Fimmtudögum 18:15 – 1x í viku í 4 vikur – 14.900kr
Þri og fimm 18:15 – Happy Hips og Yoga Tune Up – 22.900kr


Námskeið 14.900krHH og YTU þri og fimm 18:15 22.900kr


MillifærsluGreiðslukorti

Iðkandi samþykkir að greiða að fullu gjald vegna námskeiðsins sem hann skráir sig á. Ef iðkandi hefur ekki nýtt námskeið/tíma er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu.