ER STREITA/STRESS/ÁLAG AÐ HAFA ÁHRIF Á ÞÍNA HEILSU?

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vijla vinna sig úr vítahring streitunnar, bæta líkamlega og andlega heilsu og vinna í endurheimt.
Á þessu námskeiði rúllum við helstu streitupunkta líkamans. Áhersla er að losa um spennu sem oft stelur frá okkur orku. Með því að rúlla og þrýsta á þessi spennusvæði koma fram jákvæð áhrif á orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfið og uppskeran er slökun og jafnvægi.

YIN DJÚPTEYGJUR

Rólegt jóga þar sem haldið er djúpum teygjum sitjandi eða liggjandi í um 3-5 mín. Með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Við eflum orkuflæði líkamans og nærum djúpvefi, bein og liðamót. Yin yoga róar hugann og eikur líkamvitund. Við förum svo enn dýpra með að nudda svæðin með boltum.

NÆSTA námskeið hefst í ?. SEPTEMBER
HVAR 

Verð 19.900kr

VAGUST TAUGIN

Við vinnum í að virkja betur VAGUS TAUGINA/Flökkutaugina með blöðrubolta og vinna með djúpöndun.
Vagus taugin er oft köllu “drottning” parasympatíska kerfisins – bremsa líkamans. Parasympatíska kerfið hefur mest áhrif á líkamann þegar hann er í hvíld með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting.
Vagus taugin er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og fleira. Ef einkenni eins og þrengsli í koki, ör hjartsláttur, vöðvastífleiki eða vöðvapasmi, þrenging í brjóstkassa eru til staðar er mjög líklega Vagus taugin okkar eitthvað löskuð.
Eftir slíka meðferð finnur þú fyrir djúpri slökun vegna jákvæðra áhrifa sem nuddið hefur á taugakerfið.

SKRÁNING

Ísafjörður - Streitustjórnun
Sending

Iðkandi samþykkir að greiða að fullu gjald vegna námskeiðsins sem hann skráir sig á. Ef iðkandi hefur ekki nýtt námskeið/tíma er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu.