Hreyfifærni (Mobility), Bandvefsnudd og Yin Yoga teygjur !
ROLL – RELEASE – RESTORE
Þriðjudagar áhersla AXLIR & Fimmtudaga áhersla MJAÐMIR
Hægt er að skrá sig 1x eða 2x í viku
Vertu besta útgáfan af sjálfri/um þér !
Með því að rúlla líkamann eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand.
Markmið Happy Hips er að kenna fólki sérstaka tækni, með boltum og jóga, til að losa um spennu í bandvef, auka frammistöðu og bæta líðan í eigin líkama.
Ekki gleyma að líkaminn þarf hvíld, tíma til að endurnærast og byggja sig upp svo ÞÚ getir náð topp árangri.
Ekki gleyma að líkaminn þarf hvíld, tíma til að endurnærast og byggja sig upp svo ÞÚ getir náð topp árangri.

Áhersla axlir – Vinnum í að leiðrétta framstæðar axlir, losa um vöðvabólgu og auka hreyfifærni í brjóstbaki og öxlum!
Ef þú vilt læra aðferðir til að auka styrk í efri búk og/eða losa um spennu og auka hreyfigetu þá eru þetta tímar fyrir þig.

Áhersla mjaðmir – Stöðugar mjaðmir er grundvöllur jafnvægis í líkamanum!
Ef þú þarft að vinna í óþægindum í mjöðmum, mjög stífum vöðvum sem eru farnir að leiða til verkja og þú ert ekki viss hvar upptökin eru. Þá eru þetta tímar fyrir þig.

Slökun í lok tímans gefur vöðvum, bandvef og huga tækfæri til að slaka mjög djúpt á og líkamanum að opnast og endurnærast.
1x í viku, 4 vikur 11.900kr
2x í viku 4 vikur 22.900kr
2x í viku 4 vikur 22.900kr
Við eflum orkuflæði líkamans og nærum djúpvefi, bein og liðamót.
Staðsetning: Kirkjulundur 19, Garðabær
Tímar: Þri og fimm 18:15 – HEFST 16. MARS