Sogæðakerfið – stoðkerfið – taugakerfið

LÆRÐU AÐ KVEIKJA Á OFF 🛑 TAKKANUM OG NÚLLSTILLA 🔋
HEFST 28. FEBRÚAR

Á námskeiðinu NÚLLSTILLA FRAMHALD – kynnumst við fleiri heilataugum sem tengjast Vagus/Flökkutauginni. Bandvefsnuddið verður dýpra og tekin fyrir fleiri svæði líkamans og förum í fleiri æfingar fyrir sogæðakerfið.
Fræðumst betur um PolyVagal theory og ómeðvitaða taugaskynjun – neuroception.
Æfingar fyrir innra eyra, andlitstaugar og skyntaugar.

Á sex vikum förum við yfir
-Dýpri vinnu fyrir sogæðakerfinu og fleiri æfingar.
-Fleiri heilataugar sem tengjast Vagus/Flökkutauginni. Hvað getum við gert til að virkja og styrkja þessar mikilvægu taugar.
-Æfingar til að meta virkni tauga og hreyfigetu.
-Notum hreyfiflæði og dýpra boltanudd til að vinna í stoðkerfi líkamans.
-Hvernig getum við nært líkamann betur til þess að koma í veg fyrir bólgumyndum og ýta undir betri hreinsun.

Skilvirkar æfingar til þess að;
– draga úr stress og streitu.
– minnka liðverki og bjúg.
– vinna á stoðkerfisverkjum.
– bæta meltinguna.
– minnka höfuðverk, pirringi og þokukenndri hugsanir.
– minnka þreytu og slen.

*Aðeins fyrir þá sem hafa tekið Núllstilla Líkamann námskeiðið!
Aðgangur að efni frá Núllstilla Líkamann á meðan námkseiðinu stendur!

INNIFALIÐ
-Afsláttur af vörum Happy Hip.
-Aðgangur að öllu efni frá námkseiðinu Núllstilla Grunnur
-Einkatími í Sogæðameðferð.
-Afsláttur af völdum vörum hjá Eirberg.

6 vikur – HEFST 28. FEBRÚAR 
Aðgangur að öllu efni í 4 vikur eftir námskeiði líkur!
Þriðjudaga 20:00-21:00
STAÐARNÁMKSEIР í Garðabæ VERÐ: 23.500
NETNÁMSKEIÐ Verð: 18.500kr
Dóra Margrét Sigurðardóttir

Á námskeiðinu Núllstilla líkamann lærði ég leið til þessa að örva sogæðakerfið sem skilaði sér strax frá fyrsta degi í minni vökvasöfnun. Ég lærði líka að ná dýpri og betri slökun með því að virkja flökkutaugina og hef sofið betur frá því að námskeiðið byrjaði. Sigrún er frábær kennari og kemur fróðleiknum frá sér á þægilegan og skemmtilegan hátt.

Anna Guðjóns

Líður alltaf ótrúlega vel eftir tíma. Fann strax eftir fyrsta tíma. Kennarinn útskýrði allt mjög vel og allt efnið sem fylgdi með námskeiðinu var mjög gott og áhugavert. Líðan hefur breyst til hins betra. Finn stóran mun í mjöðmum og öxlum.

Ragna Björt Einarsdóttir

Þetta var vel skipulagt og mjög fræðandi námsleið um kerfi sem maður hugsar ekki endilega alltaf til sem eitthvað sem þarfnast athygli og viðhalds. Takk fyrir mig!

FRÁBÆR kennsla, opin, einlæg, skýr og heiðarleg. Mjög gott og gagnlegt fræðsluefni sem fylgdi með og hjálpaði manni að undirbúa sig fyrir tímann og dýpka skilninginn á því sem var verið að gera!

Lydía Ósk Ómarsdóttir

Mjög lærdómsríkt, skemmtilegt og áhugahvetjandi námskeið. Fannst live tímarnir mjög notalegir og góðir. Kennarinn með góða nærveru og orku. Námskeiðið vakti áhuga á sjálfsrækt.

SKRÁNING

GARÐABÆ OG NETNÁMSKEIÐ – 6 VIKUR


    Námskeið 23.500krNetNámskeið 18.500kr


    MillifærsluGreiðslukorti