Bandvefsnudd, hreyfiflæði, djúpteygjur og styrkur!

Bandvefsnudd – til að auka vökvaflæði í þurrum bandvef og minnka spennu í líkamanum. Mjúkir boltar sem henta vel fyrir viðkvæmt taugakerfi.

Hreyfiflæði – aðaláhersla er á djúpvöðva og liðamót. Styrkjum djúpvöðva líkamans og vinnum á vöðvaójafnvægi í kringum mjaðmir og axlir.

Djúpteygjur – með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Við eflum orkuflæði líkamans og nærum djúpvefi, bein og liðamót. Djúpteygjur róa hugann og auka líkamsvitund.

Styrkur – áhersla er lögð á að vekja og styrkja djúpvöðva líkamans. Við virkjum og styrkjum vöðva sem oft eru vanvirkir eins og rassvöðva, innanvert læri, brjóstbak og kviðvöðva. Vinnum með blöðruboltann sem eykur til muna stöðu- og hreyfiskyn.

Þessi samsetning;

 • Eykur blóðflæði um líkamann sem skilar sér í betri starfsemi alls líkamans.
 • Vel þjálfaðir vöðvar örva efnaskipti og stuðla þannig að þyngdarstjórnun.
 • Dregur úr þreytu – eykur orku.
 • Stuðlar að slökun.
 • Jákvæð áhrif á lungu, hjarta- og æðakerfi.
 • Jákvæð áhrif á ónæmiskerfi.
 • Jákvæð áhrif á skapferli, dregur m.a. úr þunglyndi og kvíða.
 • Jákvæð áhrif á hvernig við upplifum líkamann, betri sjálfsmynd.
 • Bætir svefn.
 • Styrkir core vöðva sem gerir það að verkum að við höldum líkamlegum styrk og jafnvægi.
Námskeiðið hefst 06. október
6 vikur, miðvikudaga kl. 10:00!
Fræðsluefni og myndbönd innifalin.
Verð: 18.900kr

SKRÁNING


  Námskeið 18.900kr


  MillifærsluGreiðslukorti